Tindastóll tekur á móti ÍR í æfingaleik fyrir Dominos deild karla í dag. Liðin ætla sér stóra hluti fyrir tímabili sem framundan er en bæði lið féllu úr leik í átta liða úrslitum á síðasta tímabili. Leikurinn hefst kl 13:00 í Síkinu.
Samkvæmt heimildum Karfan.is er ÍR enn á erlends leikmanns og mun hann því ekki leika með þeim. Anthonio Hester á að vera mættur í Skagafjörðinn og verður því með.
Snillingarnir á Tindastóll TV eru búnir að draga fram myndavélarnar fyrir veturinn og ætla að sýna leikinn í beinni útsendingu og má hana finna hér að neðan:



