spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll stefnir á að tefla fram meistaraflokki kvenna á næsta tímabili

Tindastóll stefnir á að tefla fram meistaraflokki kvenna á næsta tímabili

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls fór fram í vikunni þar sem nokkur tíðindi urðu. Meðal annars var kosin ný stjórn yfir körfuknattleiksdeildinni þar sem nýr formaður er í brúnni. 

 

Nýr formaður er Ingólfur Jón Geirsson en í frétt Feykis um málið segir: „Vel var mætt á aðalfundinn og segir Ingólfur Jón Geirsson, nýkjörinn formaður, gaman að sjá áhuga samfélagsins á körfuboltanum á staðnum. Honum líst vel á komandi tímabil deildarinnar með kraftmikið fólk sér til aðstoðar í starfinu sem er heilmikið.“

 

Þá var einnig tilkynnt að Tindastóll ætlar að senda meistaraflokk kvenna til leiks í Íslandsmótið á næstu leiktíð. Síðast var liðið í 1. deild kvenna árið 2015 en hefur legið í dvala síðan en yngri flokkar hafa verið nokkuð sterkir. Meistaraflokkur karla hefur verið með sterkari liðum landsins síðustu ár. 

 

Fleira stjórnarfólk í nýrri stjórn eru eftirfarandi: Björn Hansen, gjaldkeri, Rakel Rós Ágústsdóttir, ritari og meðstjórnendur þeir Vignir Kjartansson, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Guðlaugur Skúlason.

 
Fréttir
- Auglýsing -