spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTindastóll spilar til úrslita Bónusdeildar karla 2025 !

Tindastóll spilar til úrslita Bónusdeildar karla 2025 !

Álftanes tók á móti Tindastól í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfuknattleik í Kaldalónshöllinni í kvöld. Stólar mörðu sigur í Síkinu í síðasta leik eftir framlengingu og gátu því tryggt sig í úrslitin með sigri í kvöld.

Stólar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að keyra árangursrík kerfi sem skiluðu þeim auðveldum körfum og komust í 0-6. Álftnesingar sögðu þá hingað og ekki lengra, skelltu í lás í vörninni og skelltu í 11-2 kafla. Arnar Björnsson svaraði með mikilvægum þristi og leikurinn hélst jafn út leikhlutann sem endaði 19-19. Sami barningurinn hélst áfram í öðrum leikhluta, menn virkuðup spenntir og mörg skot að klikka sem vanalega fóru ofaní í fyrri leikjum. Agravanis bræður fóru mikinn í stigaskorun fyrir Stóla og skoruðu saman 16 stig í leikhlutanum. Vörnin var hinsvegar ekki að fylgja þessu eftir og því munaði aðeins 3 stigum í hálfleik 46-49.

Tölfræði leiksins

Í seinni hálfleik skiptust liðin á höggum en þegar rétt tæpar 4 mínútur voru eftir komust Álftanes í 4 stiga forystu og litu nokkuð vel út. Stólar voru hinsvegar eldsnöggir að svara og lokuðu leikhlutanum með 17-3 kafla og staðan allt í einu orðin 67-76 fyrir lokaátökin. Það kviknaði á Basile sem hafði verið stigalaus fram í miðjan þriðja leikhluta og hann sprengdi leikinn með 5 stigum í röð snemma í fjórða leikhluta, kominn 15 stiga munur sem Álftnesingar náðu aldrei að brúa. Stólar virkuðu værukærir í nokkrum sóknum en Benni tók leikhlé og sagði mönnum að drullast til að klára leikinn sem þeir og gerðu, ekki síst með 2 stemnings alley-oop troðslum frá Sadio sem átti fínan leik.

Hjá Stólum var Basile sá sem gerði gæfumuninn þegar hann komst loksins í gang, endaði með 13 stig og 10 stoðsendingar. Giannis átti líka góðan leik, ekki síst varnarlega þar sem hann var öflugur gegn Justin James. James endaði þó stigahæstur Álftnesinga með 24 stig og Haukur Helgi skilaði 18 og var frábær.

Stólar áfram í úrslit gegn Stjörnunni eða Grindavík, veislan heldur áfram!

Viðtöl

Dúi Þór
Haukur Helgi
Hörður Axel
Dedrick Basile
Pétur Rúnar
Sigtryggur Arnar
Benedikt Guðmundsson
Kjartan Atli

Umfjöllun / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -