Tindastóll náði í þriðja sigur sinn í Dominos deild karla í kvöld þegar þeir tóku á móti Þór frá Akureyri í Síkinu á Sauðárkróki.
Leikurinn fór afar líflega af stað og gestirnir hittu frábærlega á fyrstu mínútunum. Bar þar mest á Hansel Suarez sem skaust framhjá varnarmönnum Tindastóls eins og þeir væru ekki á gólfinu og setti niður erfið skot. Þórsarar komust í 17-21 þegar rúmar 6 mínútur voru liðnar af leiknum en þá skelltu Stólar í lás og settu niður síðustu 6 stig leikhlutans án þess að Þórsarar næðu að svara, staðan 23-21 að loknum fyrsta leikhluta.
Fyrstu 5 mínútur annars leikhluta einkenndust af mikilli baráttu og slökum sóknarleik beggja liða. Einungis 7 stig voru skoruð á þessum 5 mínútum, 4-3 fyrir Tindastól og skorið í leikhlutanum öllum var 13-13. Þetta breyttist töluvert í þriðja leikhluta sem Stólar unnu 29-26 en þeir áttu í mesta basli með að slíta sig frá gestunum. Það gekk þó hægt og rólega og um miðjan fjórða leikhluta höfðu Stólar náð 10 stiga forystu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu að lokum með 12 stigum.
Það var sérstök stemning á leiknum, frekar þögult í Síkinu og Baldur þjálfari taldi að hann hefði ekki áður tekið þátt í leik þar sem var jafn hljóður. Pétur Rúnar, Simmons, Bilic og Jaka Brodnik náðu allir tveggja stafa tölu í stigaskorun og Bilic þar stigahæstur með 23 stig. Hjá Þór var Hansel Suarez með 18 stig og 8 stoðsendingar í jöfnu byrjunarliði en Þórsarar urðu undir í frákastabaráttunni og töpuðu að auki mun fleiri boltum en Tindastóll (13)
Mynd: Pétur Rúnar átti ágætan leik
Viðtal:
Umfjöllun, viðtal og myndir: Hjalti Árna



