spot_img
HomeFréttirTindastóll sendir Watson heim

Tindastóll sendir Watson heim

 Á heimasíðu Tindastóls er greint frá því að félagið hefur ákveðið að senda bandaríska leikmanninn Eryk Watson heim aftur. Þykir kappinn ekki hafa staðið undir væntingum sem til hans voru gerðar.
 
Eryk kom til landsins í síðustu viku og lék þrjá æfingaleiki með Tindastóli um síðustu helgi. Þar kom berlega í ljós að hann er ekki sá leikmaður sem liðinu vantar og var því samningi hans rift.

 
Hann er þó ekki lengi atvinnulaus, því hann mun halda til Tékklands á næstu dögum þar sem nýtt lið bíður hans.
 
Leit er þegar hafin að nýjum leikmanni.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -