spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll semur við tvo leikmenn ,,Mikilvægt fyrir liðið að hafa heimastúlkur í...

Tindastóll semur við tvo leikmenn ,,Mikilvægt fyrir liðið að hafa heimastúlkur í liðinu”

Eva Rún Dagsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir hafa báðar samið við Tindastól fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyr í dag.

Báðar eru þær að upplagi frá Sauðárkróki. Inga Sólveig er að framlengja sinn samning en Eva Rún snýr tilbaka eftir ársdvöl á Selfossi, þar sem hún spilaði með liði Selfoss í 1. deild.

Israel Martin þjálfari segir í tilkynningu þetta góðar fréttir fyrir Tindastól. „Það er mikilvægt fyrir liðið að hafa heimastúlkur í liðinu. Inga heldur vonandi áfram að þróa sinn leik og hafa áhrif inni á vellinum. Það er einnig mjög gott að fá Evu heim, hún er leikmaður sem skilur alltaf allt eftir á vellinum. Frábær varnarmaður, sérstaklega á boltapressu“

Myndir / Tindastóll FB

Fréttir
- Auglýsing -