spot_img
HomeFréttirTindastóll semur við spænskan aðstoðarþjáfara

Tindastóll semur við spænskan aðstoðarþjáfara

Tindastóll hefur ákveðið að semja við spánverjan Fernando Bethencourt Muñoz um að leika með liðinu á næsta tímabili. Munoz verður aðstoðarþjálfari Israel Martin hjá félaginu. Þetta kom fram á Feykir.is í gær. 

 

Fernando Munoz kemur frá Tenerife en hann er menntaður íþróttafræðingur sem sérhæfir sig í líkamlegri þjálfun körfubolta. Síðast starfaði hann sem íþróttaþróunaraðili (e. Sports development coordinator) hjá Club Baloncesto Almuñecar í Granada. Samkvæmt Feyki segir Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls að um happafeng sé að ræða fyrir skagfirðinga. 

 

Munoz mun einnig starfa sem spænskukennari í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Samningur hans er til eins árs með möguleika á árs framlengingu. 

 

Tindastóll hefur samið við alla lykilleikmenn síðasta árs auk þess sem landsliðsmaðurinn Axel Kárason er kominn aftur heim í Skagafjörðinn og Sigtryggur Arnar Björnsson hefur samið við liðið en hann kemur frá Skallagrím. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -