spot_img
HomeFréttirTindastóll og Þór verða að ná í sigra í dag

Tindastóll og Þór verða að ná í sigra í dag

 

Tveir leikir eru í kvöld í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla. Í Keflavík taka heimamenn á móti Tindastól og í Þorlákshöfn fær Þór Grindavík í heimsókn. Leikirnir eru báðir aðrir leikir hvorrar seríu en fyrstu leikina unnu Keflavík og Grindavík og því mikilvægt fyrir Tindastól og Þór að reyna að jafna seríurnar.

 

Hérna er yfirlit yfir 8 liða úrslitin

 

 

Einnig er einn leikur í Dominos deild kvenna. Í honum taka Haukar á móti Stjörnunni á Ásvöllum. Fyrir leikinn eru bæði lið nokkuð örugg með sín sæti í deildinni þetta tímabilið. Haukar í því 7. á meðan að Stjarnan er í 4. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.
 
 
 
 
Leikir dagsins
 
8 liða úrslit Dominos deildar karla:
 
Þór Grindavík – kl. 19:15
Keflavík Tindastóll – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
 
 
Dominos deild kvenna:
Haukar Stjarnan – kl. 19:15 í beinni útsendingu Haukar Tv
Fréttir
- Auglýsing -