spot_img
HomeFréttirTindastóll og ÍR áfram í Powerade

Tindastóll og ÍR áfram í Powerade

Tindastóll og ÍR tryggðu sig áfram í Poweradebikarnum í kvöld. Tindastóll lagði Breiðablik í Smáranum 68-83 og ÍR burstaði FSu 119-59 í Kennaraháskólanum. Tindastóll heimsækir því KR í DHL höllina á laugardaginn klukkan 18 en ÍR heimsækir Grindavík á sunnudagskvöldið.
Karl Jónsson þjálfari Tindastóls sagði í samtali við karfan.is eftir leikinn að hans menn hafi mætt mjög stífir til leiks og ætlað að vanda sig alltof mikið en þegar sviðsskrekkurinn rann af mönnum þá hafðist þetta nokkuð örugglega. „Það sást líka seinni hlutann í leiknum hvað við erum í fínu formi.“
 
Svavar Atli Birgisson var stigahæstur Tindastólsmanna með 25 stig en Friðrik Hreinsson var með 16. Hjalti Friðriksson skoraði 11 stig fyrir Blika, Þorsteinn Gunnlaugsson 10 og Ágúst Angantýsson 9.
 
Í Kennaraháskólanum tóku ÍR ingar á móti FSu og var um einstefnu að ræða sem endaði 119-59 fyrir ÍR. Steinar Arason var sjóðandi heitur og skoraði 33 stig fyrir ÍR en Chris Caird skoraði 14 fyrir FSu.
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -