22:26
{mosimage}
(Svavar og félagar í Tindastól lönduðu sigri í Stykkishólmi)
Eftir breytingar á liði Snæfells fyrir mót kom Ingvaldur Magni Hafsteins fyrr inn í liðið en hann var ekki væntanlegur fyrr en eftir áramót. Hinn mikli reynslubolti Hreinn Þorkelsson kom og stjórnaði liðinu af bekknum sem aðstoðarþjálfari. Tindastóll gerði sér ferð yfir heiðar mannaðir Darrell Flake sem nýlega gekk til liðs við þá eftir brotthvarf frá Breiðablik, en hann hefur verið einn af bestu erlendu leikmönnum deildarinnar. Dómarar voru þeir mætu menn Jón Guðmundsson og Davíð Hreiðarsson. Leikurinn hófst varfærnislega og voru menn að spila sig inn í leikinn og skiptust liðin svolítið á að skora og voru varnir beggja frekar hafðar frammi en sóknin sem kom með tímanum og var staðan eftir bragðdaufann 1.hluta 15-15.
Tindastólsmenn virtust lánlausir framan af 2. hluta og tóku Snæfellsmenn góðann 9-0 kafla sem knúði Kristinn þjálfara til að taka leikhlé og tala sína menn til því fráköst, stolnir boltar og sóknir Snæfells gengu flestar upp. Alveg var það ótrúlegt að fyrstu stig Tindastóls komu þegar um 2 mín voru eftir af öðrum leikhluta. Ekki fór fyrir miklu skori í hlutanum frekar að hann væri klaufalegur leikurinn undir lok hlutans en Tindastóll klóraði aðeins í bakkann undir lokin en Snæfell var yfir í leikhlé 29-23. Hlynur var með 7 stig og Svavar Birgisson 11 stig.
Menn höfðu eitthvað talað sig saman í leikhlé því annar bragur var á liðunum og var greinilega bætt í þar sem Snæfell hafði yfirhöndina eftir að Jón Ólafur setti góð stig. Tindastóll fylgdi eins og skuggin en leikurinn var alls ekki þekktur fyrir stigaskor þó baráttan væri fyrir hendi. Magni Hafsteins átti tilþrif hlutans með gríðar fallegu vörðu skoti sem endaði útaf en hann stal boltanum aftur strax eftir innkast. Sören Flæng setti mikilvægann þrist til að gefa sínum mönnum von í stöðunni 42-39 og svo setti Benjamin Luber einn til og var staðan eftir 3. hluta 44-42 fyrir Snæfellinga.
Fjórði hlutinn virtist æsilegri en áður því Tindastóll komst í fyrsta sinn yfir 44-46 og skiptust liðin á að leiða þó skorið hafi verið í sögulegu lágmarki og menn fögnuðu hverri körfu. Snæfellingar fengu betri byr undir vængi sína þegar Jón Ólafur setti tvo þrista en því var svarað af Benjamin Luber og virtist sem að ef annað liðið skoraði þá setti hitt líka og ómögulegt að segja hvernig þetta færi undir lokin. En Tindastóll hafði naumlega sigur 55-57 eftir að hafa komið til baka undir lokin þegar Luber fór að hitta og bjarga þeim.
Símon B Hjaltalín
Mynd: Úr safni – [email protected]