spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll lagði Vestra í Síkinu

Tindastóll lagði Vestra í Síkinu

Tindastóls stelpur sigruðu Ísafjarða stelpur frekar örugglega í dag, 78 – 62. Eftir leikinn eru gestgjafarnir í níunda sæti en Vestra stelpur en neðstar í deildinni.

Leikurinn fór hægt að stað, það var lítið skorað en eftir tæpar 5 mínútur var staðan aðeins 5 –  3.  Vestri stelpurnar byrjuðu leikinn í svæði og voru að mana Tindastóls stelpurnar að skjóta, líklega vegna þess að þær mættu seint í leikinn eftir langan bíltúr svo líklega var þreyta í manskapnum. Eftir hæga byrjun bættu bæði liðinn smá í en þá sérstaklega heimastelpur. Þær voru að setja skotinn bæði fyrir utan 3 stiga línuna og einnig að innan. Að lok fyrsta leikhluta leiddu Tindastóls stelpur 23 – 13.

Í öðrum leikhluta náðu gestirnir ekt að koma með almenilegt áhlaup fyrir en eftir rúmlega 6 mínútur, þá náðu þær að minka munin í 5 stig. Eftir það misstu þær þetta aftur aðeins niður, og Stóla stelpur gáfu í. Að lok fyrrihálfleiks var staðan 39 – 28, heimastelpum í hag. Danielle Elizabeth var atkvæðamest í liði gestana í fyrri hálfleik, en hún var með 16 stig. Stólarnir dreifðu meira skorinu hjá sér en stigahæstu í fyrrihálfleik voru Madison Sutton og Anna Karen, en Madison Sutton náði alls 16 fráköstum bara í fyrri hálfleik sem er algjörlega magnað.

Í seinni hálfleik hélst munurinn í kringum 10 stigin fram af miðjum þriðja leikhluta. Þá gáfu heimastelpurnar í og uku muninn í 17 stig þegar 4 mínútur voru eftir af 3 leikhluta. Danielle Elizabeth gerði vel og hélt gestunum eiginlega í leiknum, hæun var búin að skora meira en helminginn af stigum gestana, eða 29 stig. Í lok þriðja leikhluta var staðan 59 – 45.

Í byrjun fjórða leikhluta byrjaði þreytan augljóslega að sjást eftir löngu bílferðinna, þær byrjuðu að gera mörg mistök og voru einfaldelga búnar að missa haus sýndist mér. Nema þá kannski Allysson Caggio sem gerði vel í að stjórna liðinu sem spilandi þjálfari og Elizabeth sem hélt áfram að skila sínum stigum. Munurinn var kominn í rúmmlega 20 stig en Vestri náði aðeins að klóra í bakkan og náði að minka muninn í 14 stig þegar lítið var eftir en leikurinn endaði 78 – 62.

Maddison Sutton skilaði sínum tröllat tölum eins og vanalega, hún skoraði 29 stig, tók 23 fráköst og í heildina var hún með 48 framlagspunktar. Anna Karen var líka flott í þessum leik, en hún hitti 4 þristum í leiknum. Fanney María stóð sig líka með prýði þá sérstaklega í vörn en hún var hæst í plús/mínus, hún var með 19 þar.

Danielle Elizabeth sá nánast ein um það að skora fyrir gestina en hún skoraði 43 stig af 62. Allysson Caggio sem var spilandi þjálfari í dag skilaði ekki mörgum framlagspunktum en gerði vel að stýra liðinu og var með 5. Stoðsendingar.

Að mínu mati unnu heimstelpurnar þetta á gæðunum, þær hittu ekkert rosalega vel fyrir utan en hittu samt helmingi meira en gestirnir. Flottu leikur hjá gestgjöfunum sem geta verið sáttar með þessa frammistöðu.

Tindastóls stelpur fara suður á þriðjudaginn og spila við Ármann sem eru efstar í deildinni þannig að þetta verður án efa erfiður leikur. Gestirnir taka næst á móti ÍR sem eru næst efstar svo bæði lið eiga mjög erfiða leiki framundan.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -