Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]
Tindastóll lék í dag tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki gegn Ármanni, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir tímabil sín í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót.
Í tilefni af gulum september og vitundarvakningu um geðrækt voru leikirnir æfingaleikirnir styrktarleikir fyrir Píeta samtökin.
Nokkuð vel var mætt á leiki dagsins og er talið að yfir 500 áhorfendur hafi lagt leið sína í Síkið til að styðja við málefnið.
Fór svo að Tindastóll vann báða leikina nokkuð sannfærandi. Karlaleikinn vann Tindastóll 115-78 og síðan kvennaleikinn 84-61.
Úrslit dagsins
Styrktarleikir í Síkinu
Karla
Tindastóll 115 – 78 Ármann

Kvenna
Tindastóll 84 – 61 Ármann




