spot_img
HomeFréttirTindastóll í Úrslitakeppni eftir sigur á Hamri

Tindastóll í Úrslitakeppni eftir sigur á Hamri

Þótt að þessi leikur var nú ekki spennandi fyrirfram var samt mikil spenna fyrir hann þar sem Stólarnir þurftu að treysta á sigur frá Álftanes á móti Hetti og vinna leikinn á móti Hetti til að komast í úrslitakeppni 

  

Gangur leiks

Strax í byrjun tóku Stólarnir góða foryrstu, þeir litu vel út sóknarlega seð og leit pínu ut fyrir að öll pressa væri farinn af þeim þar sem að allir litu ut fyrir að vera spila með gleði og það var gott boltaflæði 

Í örðum leikhluta hélt það sama afram og voru við farnir að sjá menn spila sem voru ekki vanir þvi eins og Hannes Ingi og tvíburarnir Orri og veigar 

Í Þriðja leikhluta byrjuð Hamar fínt ek svo fóru stólarnir aftur og það var aldrei nein hætta 

Í fjórða leikhluta var bara spursmál hvað Stólarnir myndu vinna stórt, loka tölur 115 – 93 

  

Tölfræði leiksins

Myndasafn

  

Atkvæðamestir

Davis Geks átti frábæran leik með 23 stig og 7 þrista í 8 tilraunum. Þórir Þorbjarnasson var líka góður en hann var með 19 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Þótt að það hafi ekki farið mikið um Pétur Rúnar í stigaskorinu var samt ljóst að hann var að gera mikið fyrir liðið þar sem hann var með 18 í plús mínus 

Franck Kamgain var stigahæstur fyrir gestina með 24 stig, eftir honum var Dragos Diculescu með 18 stig og 9 fráköst 

  

Kjarninn

Þetta var rosa auðvelt fyrir Stólana og var svosem búist við því fyrir leikinn. En Stólarnir litu í heildinna vel út og hefði klárlega verið meiri munur ef að þeir hefðu ekki farið að spila á mönnum sem eru ekki búnir að vera spila mikið í vetur svona snemma. En það er lítið hægt að seigja um Hamar þar sem það sást að tímabilið var löngu búið hjá þeim.  

 Hvað svo ?  

6: Hvað svo?Eftir spennandi loka mínútur í Ljónagryfjunni komst það loksins í ljós að Stólarnir myndu mæta Grindavík í fyrstu seríu í Úrslitakeppni. Þetta verður gríðarlega áhugaverð sería, þótt að Grindavík sé á miklu betra róli breytist samt Tindastóll oft í annað dýr þegar það kemur að Úrslitakeppninni. Þetta var síðasti leikurinn hjá Hamri í efstu deild í billi en það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera í næst efstu deild. 

Viðtöl

Svavar þjálfari Tindastóls
Halldór þjálfari Hamars

Umfjöllun / Bogi Sigurbjörnsson

Fréttir
- Auglýsing -