spot_img
HomeFréttirTindastóll fær liðsstyrk í janúar

Tindastóll fær liðsstyrk í janúar

6:42

{mosimage}

Axel á sínum yngri árum á heimavelli í Skagafirðinum 

Lið Tindastóls sem leikur í Iceland Express deild karla í vetur mun fá liðsstyrk í janúarmánuði. Það er þó ekki í formi erlends leikmanns og er aðeins tímabundið. Axel Kárason mun leika fjóra leiki með liðinu í janúar.

Axel er við nám í dýralækningum í Ungverjalandi en mun vera í fríi í janúar og verður á Íslandi þann tíma og hefur ákveðið að leika með Tindastólsmönnum á meðan.

Hann sagði í samtali við karfan.is að hann hlakkaði mikið til að leika með sínu gamla félagi, enda hvergi betra að vera en í Skagafirði eins og hann orðaði það.

Það er því ljóst að lið Tindastóls verður nokkuð sterkara í janúar en fyrir áramót því Friðrik Hreinsson mun flytja norður um áramót og leika með liðinu.

[email protected]

Mynd: Kári Marísson

Fréttir
- Auglýsing -