spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTindastóll endar árið á sigri

Tindastóll endar árið á sigri

Tindastóll tók á móti vesturbæjarstórveldinu KR í Bónus deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. 

Leikurinn fór fjörlega af stað, þó einkum hjá hinum röndóttu gestum sem voru komnir í 0-5 á 20 sekúndum. Stólar voru ekkert að vakna og tölur eins og 0-7 og 10-20 sáust í þessum fyrsta leikhluta. Hittni Kr-inga var með ólíkindum og það endaði með því að þeir settu 31 stig á Stóla í fyrsta leikhlutanum sem eru tölur sem menn eru hreinlega ekki vanir að sjá fyrir norðan enda þekktir fyrir varnarleik. Sýningin hélt svo áfram í öðrum leikhluta en munurinn var samt sá að Stólarnir voru með í henni og komust yfir 47-41 um miðjan leikhlutann. Gestirnir hlóðu þá bara í annað áhlaup og enduðu leikhlutann sterkt, staðan 57-59 í hálfleik.

Tölfræði leiksins

Gestirnir úr KR byrjuðu þriðja leikhlutann sterkt og komust í 59-64 en svo virtist bensínið aðeins klárast hjá þeim. Stólarnir gengu á lagið og voru komnir með 15 stiga forystu um miðjan leikhlutann eftir þrist frá Júlla sem kláraðu 24-4 sprett Stóla. Þristur frá Júlla og víti komu muninum í átján stig í byrjun fjórða leikhluta og Stólar litu ekki til baka eftir það þó gestirnir sprikluðu af og til þá áttu heimamenn alltaf svar. Lokatölur 130-117

Taiwo átti magnaðan leik fyrir Stóla, setti 28 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot. Júlíus Orri var líka frábær og endaði framlagshæstur Stóla ásamt Taiwo með 29 framlagsstig. Allir byrjunarliðsmenn Stóla fóru í 2ja stafa tölu í stigaskori og Arnar Björnsson og Ivan bættu við 35 stigum af bekknum. Hjá gestunum voru Kenny og Linards atkvæðamestir.

Viðtöl

Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR
Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls

Umfjöllun // Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -