Tindastóll tryggði sér deildarmeistaratitil Bónus deildar karla í kvöld með sigri gegn Íslandsmeisturum Vals í Síkinu, 88-74.
Heil umferð var á dagskrá í kvöld, en þar sem ekki allir leikir eru búnir bíða þess enn fréttir hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar.
Fyrir leiki kvöldsins var Tindastóll í nokkuð góðri stöðu þar sem þeim dugði sigur gegn Val til að tryggja sér titilinn.
Frekari fréttir, úrslit, myndir og viðtöl eru væntanleg.