spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaTindastóll býðst til að hjálpa við rannsókn á meintu veðmálasvindli

Tindastóll býðst til að hjálpa við rannsókn á meintu veðmálasvindli

ÍR lagði Tindastól í gærkvöldi í 10. umferð Dominos deildar karla. Fljótlega eftir leik vöknuðu margar spurningar við úrslit leiksins, þá sérstaklega hvort að leikmenn annars liðsins hafi hagrætt úrslitunum. Farið er yfir málið fyrr í dag í frétt vefmiðilsins Vísis hér.

Nú hefur stjórn Tindastóls sent frá ér yfirlýsingu, þar sem félagið segist leggjast á eitt með yfirvöldum til þess að rannsaka málið. Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan.

Yfirlýsing Tindastóls:

Stjórn körfuknatt­leiks­deild Tinda­stóls harm­ar þær frétt­ir sem eru að ber­ast um meint veðmála­s­vindl i tengsl­um við leik Tinda­stóls og ÍR í Dom­in­os­deild karla í gær­kveldi. Lít­ur stjórn­in málið al­var­leg­um aug­um, enda á veðmála­s­vindl ekk­ert er­indi við okk­ar íþrótt.

Treyst­um við KKÍ og mun­um við aðstoða þau af öll­um mætti við rann­sóķn máls­ins og von­umst við til að rann­sókn máls­ins verði víðtæk og öfl­ug, og leiði sann­leik­ann í ljós sem allra fyrst. Að því sögðu frá­biðjum við okk­ur að leik­menn Tinda­stóls er­lend­ir sem inn­lend­ir taki þátt í nokk­urs kon­ar veðmála­s­vindli. Við höf­um enga trú á að leikmaður Tinda­stóls hafi á nokk­urn hátt tekið þátt í nokk­urs kon­ar svindli.

F.h Stjórn­ar kkd Tinda­stóls
Ingólf­ur Jón Geirs­son formaður

Fréttir
- Auglýsing -