spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll bætir í hópinn

Tindastóll bætir í hópinn

Inga Sigríður Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Tindastóll fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Inga Sigríður, sem er 19 ára, mun einnig vera í Körfuboltaakademíu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. “Inga Sigríður er með mikinn kraft og vilja til að gera vel á báðum endum vallarins. Hún spilaði mikið á síðasta tímabili í þessari deild og öðlaðist þar mikla reynslu í erfiðu verkefni með Breiðablik b. Inga Sigríður var valin efnilegasti leikmaður Breiðabliks eftir síðasta tímabil og erum við mjög glöð að hafa tryggt okkur krafta hennar í vetur.“ segir Helgi Freyr þjálfari liðsins.

Grafík: Þórður Grétar Árnason

Fréttir
- Auglýsing -