spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaTindastóll bætir í hópinn fyrir komandi tímabil

Tindastóll bætir í hópinn fyrir komandi tímabilKörfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina spænsku Laura Chahrour um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili.

„Laura er akkúrat það sem við vorum að leita að. Hún passar fullkomlega í hlutverkið sem við vorum að leitast eftir að fylla. Hún er alhliða bakvörður með góða getu til að skora í 1 á 1 aðstæðum. Hún hefur reynslu úr efstu deild á Spáni og einnig í Sviss. Ég hlakka mikið til að sjá hana hjá okkur á næsta tímabili.“ Segir Israel Martin þjálfari liðsins.

Mynd – Davíð Már

Fréttir
- Auglýsing -