spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaTindastóll án Urald King í einhvern tíma

Tindastóll án Urald King í einhvern tíma

Miðherjinn Urald King þarf samkvæmt fregnum að yfirgefa topplið Tindastóls um óákveðinn tíma sökum persónulegra ástæðna. Staðfestir þjálfari liðsins Israel Martin þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag. Samkvæmt honum er þessa stundina unnið í að finna út hvenær leikmaðurinn muni fara, sem og hvenær hann komi aftur til baka til liðsins.

Tindastóll er eitt aðeins þriggja liða sem er taplaust það sem af er tímabili. Hefur King átt stóran þátt í þeirri velgengni, en hann hefur skilað liðinu 24 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá er hann framlagshæsti leikmaður deildarinnar að meðaltali í heild, þó nokkuð fyrir ofan Kinu Rochford í öðru sætinu.

Næsti leikur Tindastóls er heima gegn Njarðvík þann 25. næstkomandi, en þeir eru einnig taplausir það sem af er vetri.

Fréttir
- Auglýsing -