spot_img
HomeFréttirTindastóll 10. sæti

Tindastóll 10. sæti

10:00
{mosimage}

(Svavar Atli)

Tindastóll verður eflaust eitt af þeim liðum sem allir vilja vinna í vetur, liðið sem ætlar að leika með 3 útlendinga á meðan flest hinna liðanna hafa verið að senda menn heim. En Tindastólsmenn ráða jú hvernig þeir haga sínum málum og telji þeir sig hafa bolmagn í þetta án þess að steypa körfuboltanum í Skagafirði í djúpið þá er þetta gott og vel.

Lið þeirra lítur gríðarlega vel út á pappírunum miðað við undanfarin ár, Darrell Flake hefur verið einn besti leikmaður Íslands undanfarin ár en hann gekk nýverið í raðir Stólanna. Søren Flæng hefur verið að leika vel í haust og svo eru þeir með reynsluboltana Svavar Birgisson og Ísak Einarsson. Þá hafa þeir hinn geysi hrausta Helga Rafn Viggósson, afkomanda Drangeyjarjarlsins inni í teignum til að berja á mönnum. Í janúar bætast svo Axel Kárason og Friðrik Hreinsson við og gæti því vel farið svo að Skagfirðingar komi mönnum á óvart í vetur.

Kristinn Friðriksson er áfram við stjórnartauman en samkvæmt spánni kemst Tindastóll ekki inn í úrslitakeppnina en þó ætti enginn að láta sér koma það á óvart að sjá Stólana skríða þar inn.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Ísak Einarsson)

Fréttir
- Auglýsing -