spot_img
HomeFréttirTímavélin: Finnur Freyr gerir fimm ára samning við KR árið 2013

Tímavélin: Finnur Freyr gerir fimm ára samning við KR árið 2013

KR tryggði sér í gærkvöldi fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. KR vann einvígið 3-1 og standa því uppi sem sigurvegarar aftur. 

 

Í tilefni þessa titils er við hæfi að rifja upp þegar tilkynnt var að Finnur Freyr Stefánsson myndi taka við liði KR í efstu deild karla. Hann hafði verið aðstoðarþjálfari liðsins og verið með Helga Magnússyni tímabilið áður. Auk þess var hann aðalþjálfari meistaraflokks kvenna tímabilið 2012-2013.

 

Þann 7. maí 2013 var tilkynnt um ráðningu Finns sem þjálfara KR. Ráðning sem kom kannski ekki beint á óvart en einhverjum kom það á óvart að Finnur fékk fimm ára samning. Ekki bara var Finnur sjálfur 29 ára á þessum tíma heldur einnig er ekki mikil hefði fyrir svo löngum samning í Íslenskum körfubolta. Það þótti ljóst að KR ætlaði að setja traust sitt á Finn Frey.

 

Það er því magnað að líta til baka fimm árum síðar nánast upp á dag og sjá þann árangur sem Finnur Freyr hefur náð með liðið. Á hverju einasta ári þessa fimm ára samning lyft Finnur og KR Íslandsmeistaratitli og nú síðast í gærkvöldi. Auk þess hefur KR tvisvar unnið bikarinn og fjórum sinnum staðið uppi sem deildarmeistari. 

 

Fréttina um ráðningu Finns má finna hér og þá er tilefni til að minna á Podcast Karfan.is frá síðasta sumri þar sem Finnur Freyr var gesturinn og ræddi komandi tímabil. 

Fréttir
- Auglýsing -