spot_img
HomeFréttirTímavélin: 11 ár frá því Gunnar kláraði Njaðvík úr horninu

Tímavélin: 11 ár frá því Gunnar kláraði Njaðvík úr horninu

Keflavík tekur á móti grönnum sínum úr Njarðvík í Blue höllinni kl. 20:15 í kvöld í næst síðustu umferð deildarkeppni Subway deildar karla.

Hérna eru leikir kvöldsins

Rimmur Keflavíkur og Njarðvíkur hafa margar hverjar verið stórkostlegar í gegnum árin. Þar eru á ferðinni þau tvö lið sem hafa unnið ófáa meistaratitla síðustu 40 ár og þó hvorugt þeirra hafi nú unnið síðan árið 2008, bera leikir liðanna þó enn þess merki að þarna sé hitinn mikill og að leikmenn séu tilbúnir að selja sig dýrt fyrir sigur.
Við ferðumst nú 11 ár aftur í tímavélinni í þetta skiptið. Förum til ársins 2013 og minnumst þess þegar að í mjög jöfnum leik, ungur leikmaður að nafni Gunnar Ólafsson, kom Keflavík í stöðuna 85-88 þegar 0.6 sekúndur voru eftir af leiknum með laglegu þriggja stiga skoti úr horninu eftir vel heppnað innkast sem hann tók sjálfur.

Fréttir
- Auglýsing -