spot_img
HomeFréttirTímabilinu lokið hjá Florida Tech

Tímabilinu lokið hjá Florida Tech

Guðlaug Björt Júlíusdóttir og liðsfélagar í Florida Tech háskólanum féllu úr leik í úrslitakeppni Sunshine State riðilsins um helgina eftir 77-56 ósigur í úrslitaleik riðilsins gegn Eckerd skólanum. Florida Tech vakti verðskuldaða athygli í úrslitakeppninni þetta árið en Guðlaug og félagar slógu út lið í öðru og þriðja sæti riðilsins á leið sinni að úrslitaleiknum.

Það er því Eckerd skólinn sem heldur áfram inn í March-Madness landskeppnina í annarri deild háskólaboltans en tímabilinu lokið hjá Guðlaugu og Florida Tech. Eckerd varð einnig deildarmeistari en Florida Tech fór inn í úrslitaleikinn úr 6. sæti riðlakeppninnar með 8 sigra og 10 tapleiki.

Guðlaug Björt var í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum og skoraði 7 stig á 20 mínútum fyrir Florida Tech en hún var einnig með 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Guðlaug var fljót að vinna sig inn í byrjunarlið skólans en hún gekk í raðir skólans síðastliðið sumar og hefur nú komið sér fyrir sem einn af kjölfestuleikmönnum Florida Tech.

Fréttir
- Auglýsing -