spot_img
HomeFréttirTímabilinu lokið hjá Davidson eftir óvænt tap gegn Saint Louis

Tímabilinu lokið hjá Davidson eftir óvænt tap gegn Saint Louis

Það verður ekkert úr því að Davidson endurtaki leikinn og fari í Mars fárið annað árið í röð en liðið féll úr leik í gær.

Davidson mætti liði Saint Louis í undanúrslitum Atlantic 10 deildarinnar í Brooklyn Center í gær. Davidson endaði í öðru sæti deildarkeppninnar en Saint Louis í því sjötta. Því miður sáu Jón Axel Guðmundsson og félagar ekki til sólar í þessum leik.

Herfilegur seinni hálfleikur varð liðinu að falli og að lokum fór svo að Saint Louis unnu öruggan sigur 67-44 gegn Davidson. Davidson hitti mjög illa fyrir utan þriggja stiga línuna eða 1 af 11 skotum sínum og má segja að það hafi verið banabiti liðsins.

Jón Axel var að vanda öflugur í liði Davidson og endaði með 15 stig og 5 fráköst. Davidson féll þar með úr leik en liðið var í góðri stöðu að ná í Mars fárið þetta árið.

 

Fréttir
- Auglýsing -