spot_img
HomeFréttirTímabilinu lokið hjá Carmelo

Tímabilinu lokið hjá Carmelo

 Carmelo Anthony kemur ekki til með að leika meira fyrir NY Knicks þetta tímabilið þar sem hann mun gangast undir aðgerð á hné nú í vikunni. Það verða læknar Knicks liðsins sem koma til með að framkvæma aðgerðina. Carmelo hefur leikið síðustu mánuði aumur á hné og eftir 30 mínútur í All Star leiknum þá kom það endanlega í ljós að hann þyrfti á aðgerð að halda.  Knicks eru sem stendur með versta árangur í deildinni 10 sigrar gegn 43 tapleikjum.
 
Fréttir
- Auglýsing -