Körfuknattleiksdómarinn Björgvin Rúnarsson dæmir ekki meira þessa leiktíðina vegna meiðsla. Liðþófi í hné virðist hafa rifnað þegar Björgvin dæmdi viðureign Stjörnunnar og Snæfells síðastliðinn föstudag.
Björgvin er á meðal fremstu og reyndustu dómara landsins en dæmir eins og áður segir ekki fleiri leiki á tímabilinu.
Mynd/ [email protected] – Björgvin ræðir við Hafþór Inga Gunnarsson leikmann Snæfells í viðureign Stjörnunnar og Hólmara síðasta föstudag.



