spot_img
HomeFréttirTímabilið líklega búið hjá Dýrfinnu

Tímabilið líklega búið hjá Dýrfinnu

Haukar urði fyrir nokkru áfalli á dögunum þegar ljóst var að Dýrfinna Arnardóttir myndi að öllum líkindum ekki spila meira með liðinu á tímabilinu. Dýrfinna varð fyrir höfuðhöggi í lok febrúar sem halda henni enn frá körfuboltanum. 

 

Það var í leik Hauka og Keflavíkur þann 21. febrúar síðastliðinn þegar Dýrfinna fékk höfuðhögg í leiknum er hún lenti með höfuðið á hnéi samherja síns. Ljóst er að hún fékk heilahristing við höggið sem hefur haldið henni frá leiknum síðan. Þetta mun vera í annað skipti sem Dýrfinna fær heilahristing en einkennin geta orðið meiri þegar einstaklingar lenda aftur í slíku. 

 

Þegar Karfan.is heyrði í Dýrfinnu í gær viðurkenndu hún að það væri ólíklegt að hún myndi leika meira á þessu tímabili. „Ég get enþá ekki horft á heila æfingu eða farið í göngutúr. Svo líkurnar eru ekki miklar.“ Sagði Dýrfinna. 

 

Dýrfinna er með 10,2 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik í 17 leikjum. Hún hefur einnig hlotið mikla athygli fyrir frábæran varnarleik sinn fyrir Hauka sem urðu deildarmeistarar á tímabilinu. Haukar geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna með sigri á Skallagrím að Ásvöllum. Leikurinn er sá þriðji í undanúrslitaeinvígi liðanna en Haukar leiða 2-0. Leikurinn hefst kl 19:15. 

Fréttir
- Auglýsing -