Sveinbjörn Claessen, leikmaður íslenska landsliðsins og ÍR í Iceland Express-deild karla, verður frá það sem eftir lifir tímabilsins vegna meiðsla. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍR en Sveinbjörn meiddist gegn KR í 2. umferð úrvalsdeildarinnar.
Það þarf ekki að taka það fram hve mikill missir þetta er fyrir ÍR-inga en Sveinbjörn er einn allra besti leikmaður deildarinnar.
Sveinbjörn er í viðtali á ÍR-síðunni og þar segir hann að það taki á milli 6-9 mánuði að jafna sig á þeim meiðslum sem hann hefur orðið fyrir en hann sleit liðband og skaddaði liðþófa í vinstra hnénu.
Á ÍR-síðunni segir Sveinbjörn að hann ætli sér að ná sér góðum og stefni ótrauður á að koma sér af stað sem fyrst.
Í fyrra var skoraði hann 15.6 stig í úrvalsdeildinni og var einn stigahæsti Íslendingurinn í deildinni.



