09:00
{mosimage}
(Gunnar Birgir var fluttur á spítala í gærkvöldi)
Gunnar Birgir Sandholt leikmaður Hauka varð fyrir því óláni í gærkvöldi að slíta hásin í viðureign Njarðvíkur og Hauka í lokaleik átta liða úrslita Subwaybikarins. Er hann þar með þriðji leikmaður Hauka sem meiðist á skömmum tíma. Greint er frá þessu á heimasíðu Hauka.
Framherjinn knái sleit hásina á lokasekúndum fyrri hálfleiks og þurftu sjúkrafluttningamenn að sækja hann og flytja á sjúkrahús.
Er hann þriðji leikmaðurinn til að meiðast á skömmum tíma hjá Haukunum en þeir Kristinn Jónasson og Haukur Óskarsson eru einnig frá vegna meiðsla.
Eru þetta mikil sorgartíðindi fyrir Gunnar Birgi en þetta er annað tímabilið í röð sem hann meiðist alvarlega. Hann missti af næstum því öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla í ökkla en hann var búinn að jafna sig á þeim meiðslum og vinna sér sæti í byrjunarliði Hauka þegar þetta gerist. Ljóst er að Gunnar Birgir spilar ekki meira á tímabilinu.
Gunanr var með tæp 5.1 stig að meðaltali í þeim 13 leikjum sem hann spilaði fyrir Hauka á tímabilinu.
heimild og mynd: www.haukar.is



