spot_img
HomeFréttirTímabilið á enda hjá Irving!

Tímabilið á enda hjá Irving!

Leiktíðinni er lokið hjá leikstjórnandanum Kyrie Irving og munu Cleveland Cavaliers þurfa að spjara sig án hans það sem eftir lifir af úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. Í fyrsta leik Golden State og Cleveland þar sem Golden State hafði sigur eftir framlengingu meiddist Irving á hné og nú hefur komið í ljós að hann er með spurngu í annarri hnéskelinni.

Irving mun fara í aðgerð á næstunni og vera frá næstu 3-4 mánuði vegna þessa. Sekou Smith er pistlahöfundur hjá NBA.com og segir hann í nýjasta innslagi sínu að þessi meiðsli séu af þeim toga sem geta mögulega breytt heilu klúbbunum og vísar hann þar í t.d. ákvörðun LeBron James að koma laus undan samningi frá Miami og aftur heim til Clevaland til þess að mynda nýja öfluga þrennu með Irving og Kevin Love. Sú framtíðarsýn gæti mögulega verið brostin með þá Irving og Love í miklum meiðslum.

Sjá grein Sekou Smith

Fréttir
- Auglýsing -