Þeir sem kynntust NBA JAM leiknum á sínum tíma muna vel eftir Tim Kitzrow, eða í það minnsta frösunum hans.
Kitzrow þessi er frægur fyrir frasa eins og “Boomshakalaka”, “He’s on fire”, “The bigger the shove, the bigger the love” og “Get that stuff outta here”, svo einhverjir séu nefndir. ESPN Unite fengu hann til að kynna 10 bestu troðslur ársins 2013 til leiks, þar sem Kitsrow býður upp á nokkra skemmtilega frasa.
Hægt er að fylgja NBA Jam Announcer á Twitter, hafi menn áhuga á því.
“GET THAT STUFF OUTTA HERE!” #NCAAChampionship
— NBA Jam Announcer (@NBAJamPhrases) April 9, 2013