spot_img
HomeFréttirTim Ellis til Keflavíkur

Tim Ellis til Keflavíkur

13:08 

{mosimage}

 

Keflvíkingar hafa ráðið til sín 193 cm háan framherja frá Bandaríkjunum að nafni Tim Ellis og er honum ætlað að aðstoða liðið í Evrópubaráttu sinni sem hefst í Tékklandi þann 8. nóvember næstkomandi.

 

Ellis var í Kansas State háskólanum og var þar með 14,5 stig, 5,5 fráköst og 2,11 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tim Ellis lék síðast með Tacoma Navigator í ABA deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann var með 34,5 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik.

 

Ellis var tvívegis valinn í lið ársins í deildinni og þykir hann öflugur skotmaður enda varð hann eitt sinn sigurvegari í þriggja stiga keppninni í Stjörnuleik ABA deildarinnar.

 

Kunnugleg staða hjá Keflvíkingum sem ætluðu gullmolanum AJ Moye að aðstoða sig í Evrópukeppninni en allir vita hvernig það endaði. Moye varð einn albesti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og var alltaf gaman að fylgjast með honum á vellinum. Hver veit nema Keflvíkingar hafi krækt sér í annann gullmola?

 

www.keflavik.is

Fréttir
- Auglýsing -