spot_img
HomeFréttirTilþrifalítið í níunda sigri meistaranna

Tilþrifalítið í níunda sigri meistaranna

 
Fyrsti leikur ársins í Hólminum og þangað mættu hinir spræku Fjölnismenn sem eru í 9. sæti deildarinnar fyrir leikinn í harðri baráttu. Snæfellingar á toppi deildarinnar og hafa sig alla við að halda sér á þeim stalli. Fyrri leikur liðanna í Grafarvogi fór 102-97 fyrir Snæfell.
Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Pálmi Freyr, Emil Þór, Nonni Mæju, Sean Burton, Ryan Amoroso.
Fjölnir: Tómas Heiðar, Ægir Þór, Magni, Brandon Springer, Jón Sverrisson.
 
Dómarar leiksins: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jóhann Guðmundsson.
 
Leikurinn byrjaði jafn og var farið betur í varnarleikinn hjá báðum liðum sem skilaði litlu skori í upphafi en staðan var 4-4 í smátíma þar til Pálmi setti þrist 7-4. Fyrsti hluti hnífjafn og Fjölnismenn börðust vel og greinilega ekki komnir í Hólminn til að vera æfingakeilur fyrir Snæfellinga en staðan 24-21 eftir fyrsta hluta.
 
Snæfellingar byrjuðu með sprett í upphafi annars hluta og komust í 10 stiga forystu 31-21. Fjölnismenn komu til baka og minnkuðu muninn í 2 stig 35-33 á meðan Snæfellingar fóru að misssa boltann og hnoðast. Fjölnir jafnaði 37-37 en Snæfell voru þungir og mistækir. Staðan var 46-39 í leikhlé en Snæfellingar fóru oft á vítalínuna og uppskáru smá forystu þrátt fyrir 12 tapaða bolta og var haustbragur á leik þeirra.
 
Í hálfelik í liði Snæfells var Ryan kominn með 16 stig og 10 frák. Nonni Mæju 11 stig og 10 frák. Pálmi 8 stig. Hjá Fjölni var Brandon kominn með 13 stig og 5 frák og Magni Hafsteins 8 stig.
 
Snæfell héldu áfram að auka forskotið og voru komnir í 59-44 áður en langt um leið í þriðja hluta. Emil Þór var fann sig á hálum ís fyrir vægan munnsöfnuð og fékk tæknivillu í kjölfarið. Þegar heimamenn voru komnir með leikinn í sínar hendur og 18 stigum yfir átti Pálmi glæsilegt varið skot með vinstri og allt virtist vera að ganga upp Snæfellsmegin. Fjölnismegin hinsvegar gekk lítið og skotin duttu ekki gegn sterkri vörn Snæfells og staðan 69-55 fyrir fjórða hlutann.
 
Ryan og Nonni höfðu dregið vagninn í stigaskori Snæfells á meðan Brandon, Ægir og Magni fóru fyrir Fjölni en Sindri Kárason var að koma inn í fjórða hluta og setti sex stig í röð og tók 5 sóknarfráköst eldhress og klár og Fjölnir söxuðu á 79-69 þegar Snæfell tók sér leikhlé. Snæfellingar komu stemmdari úr því spjalli og héldu forystu sinni út leikinn þrátt fyrir að hafa spilað betri leiki og mætt baráttuglöðum Fjölnismönnum og sem berjast allt til enda, enda engin ástæða til annars.
 
Leikurinn endaði með vítaskotæfingu Sean Burton sem setti niður sex víti í röð fyrir villu á Jón Sverrisson, tæknivillu á Jón einnig og tæknivillu á Örvar Kristjánsson þjálfara Fjölnis. Snæfell hafði sigurinn í lokin 97-86 og halda toppsæti sínu.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell:
Ryan Amoroso 27/16 frák. Nonni Mæju 20/12 frák. Sean Burton 17/13 stoðs. Pálmi Freyr 16/5 frák/ 5 stoðs/5 stolna. Atli Rafn, Egill Egils og Sveinn Arnar 5 stig hver. Emil Þór 2/4 frák. Guðni, Gunnlaugur, Kristján og Daníel skoruðu ekki.
 
Fjölnir:
Brandon Springer 20/10 frák. Magni Hafsteins 16/7 frák. Tómas Heiðar 14 stig. Sindri Kárason 14/7 fráköst. Ægir Þór 10/10 stoðs. Jón Sverrisson 5/6 frák. Arnþór Freyr 5 stig. Sigurður Þórarinsson 2 stig. Einar, Trausti, Jón Rúnar og Hjalti skoruðu ekki.
 
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Jón Ólafur Jónsson gerir hér 2 af 20 stigum sínum í kvöld.
 
Símon B. Hjaltalín.
Fréttir
- Auglýsing -