spot_img
HomeFréttirTillögur fyrir ársþing KKÍ komnar á vefinn

Tillögur fyrir ársþing KKÍ komnar á vefinn

12:08

{mosimage}

Tillögur fyrir 47. ársþing KKÍ sem fram fer á Flúðum 4.-5. maí eru komnar á heimasíðu KKÍ. Þar er margar fróðlegar tillögur að finna, t.d. er lögð til fjölgun liða í efstu deild kvenna og jafnframt breyting á úrslitakeppni þar.

Þá leggur stjórn KKÍ til að ársþing verði aðeins haldin annað hvert ár en stjórn og framkvæmdastjóra sambandsins verði gefin meiri völd til að leysa málin milli þinga. Ein tillagan fjallar um að allir leikir í efstu deild karla og kvenna skuli leiknir á parketi frá tímabilinu 2008-09 og svo er tillaga um að breyta félagaskiptreglum, ef leikmenn skipta um félag á meðan á tímabili stendur verði þeir löglegir um leið og lögleg félagaskipti hafa borist KKÍ. 

Þetta er aðeins brot af þeim 27 tillögum sem liggja fyrir þinginu og um að gera fyrir áhugafólk um körfuknattleik að kynna sér málin og láta skoðun sína í ljós á ársþingi KKÍ.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -