spot_img
HomeFréttirTil Holy Cross í haust

Til Holy Cross í haust

Leikmaður Breiðabliks í Subway deild karla Karl Ísak Birgisson mun halda vestur um haf og leika fyrir Holy Cross í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili.

Karl Ísak er 19 ára og að upplagi úr Fjölni. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka Fjölnis hóf hann að leika fyrir meistaraflokk þeirra tímabilið 2020-21. Þar lék hann svo allar götur fram að yfirstandandi tímabili, þegar hann skipti yfir til Breiðabliks. Þá hefur Karl Ísak verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

Holy Cross eru staðsettir í borginni Notre Dame í Indiana ríki Bandaríkjanna, en þeir leika í Chicagoland hluta NAIA háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -