spot_img
HomeFréttirÞýskaland vann til bronsverðlauna í fyrsta skipti á EuroBasket

Þýskaland vann til bronsverðlauna í fyrsta skipti á EuroBasket

Þjóðverjar tryggðu sér rétt í þessu bronsverðlaun á lokamóti EurBasket 2022 með sigri á Póllandi í leik um þriðja sætið.

Þýskaland leiddi nánast allan leikinn, en Pólland gerði þó vel í að halda leiknum spennandi mest af. Undir lokin fékk Þýskaland nokkur skot til að detta fyrir sig úr djúpinu og vann leikinn nokkuð þægilega með 13 stigum, 82-69.

Atkvæðamestir fyrir Þýskaland í leiknum voru Dennis Schroder með 26 stig, 6 stoðsendingar og Johannes Voigtmann með 14 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.

Fyrir Pólland var Michal Soklowski atkvæðamestur með 18 stig, 6 fráköst og Jakub Garbacz honum næstur með 12 stig og 2 fráköst.

Þýskaland hefur í tvígang áður verið á verðlaunapalli á EuroBasket, árið 2005 enduðu þeir í 2. sæti og árið 1993 unnu þeir mótið.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -