spot_img
HomeFréttirÞurfum að vera á fullum krafti í 4 leikhluta

Þurfum að vera á fullum krafti í 4 leikhluta


Gunnar Einarsson leikmaður Keflvíkinga mun verða í eldlínunni í kvöld gegn ósigruðu liði KR. Skemmst frá því að segja rúlluð KR nokkuð auðveldlega yfir Keflavík í síðsta leik en í þetta skiptið á það ekki að gerast samkvæmt Gunnari Einarssyni sem er annálaður harðjaxl og kallar ekki allt ömmu sína. „Við þurfum fyrst og fremst að spila af fullum krafti alla 4 leikhlutana, síðast spiluðum við bara fyrsta leikhluta á eðlilegri getu”

 

Þeir eru taplausir og hafa lent í kröppum dansi í nokkrum leikjum en náð að landa sigri, við höfum ekki náð að spila okkar leik gegn þeim í þessum viðureignum en við fáum þrjiðja tækifærið í kvöld til að leggja þá og eðlilega nýtum við okkur það. Við erum með sterkan heimavöll og hlakka ég til að mæta þeim í kvöld. Ég hugsa að galdurinn að sigri verið að stöðva skytturnar og ég ítreka það að spila af krafti í 40 mínútur” sagði Gunnar Einarsson í samtali við Karfan.is 

Gunnar hefur átt í smávæglegum bakmeiðslum í vetur og hefur þurft að hvíla nokkra leiki. Þegar undirritaður spurði um heilsuna á “gamla sagði Gunnar þetta. “Heilsan er mjög góð og það bara eðlilegt þar sem ég er alls ekkert gamall og vil leiðrétta það hér með! Það eru eldri leikmenn en ég í flestum ef ekki öllum liðum þannig að ég fell bara inn í hópinn sem einn af yngri leikmönnunum!” sagði Gunnar með glott á vör.  Leikurinn er í Toyota höllinni og hefst kl 19:15 í kvöld.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -