Staðan í D riðil lokamóts EuroBasket 2025 er orðin ansi snúin fyrir Ísland eftir tap liðsins gegn Belgíu í gær.
Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru bæði Slóvenía og Ísland án sigurs á botninum, Belgía og Ísrael eru innan 16 liða úrslita svæði með einn sigur og þá eru Pólland og Frakkland nánast örugg með að komast í 16 liða úrslitin með tvo sigra.

Þrátt fyrir að Slóvenía og Ísland hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eru þau ekki búin að missa af tækifærinu til að komast í 16 liða úrslitin. Þrjár umferðir eru eftir í riðlinum og myndu þau þá þurfa vinna tvo af þessum þremur til þess að eiga möguleika á að tryggja sig áfram.
Ísland leikur gegn heimamönnum í Póllandi í þriðja leik sínum í kvöld, gegn Luka Doncic og félögum í Slóveníu á þriðjudag og svo er síðasti leikurinn gegn Frakklandi á fimmtudag.
Leikur kvöldsins gegn Póllandi er kl. 18:30 að íslenskum tíma og verður í ebinni útsendingu RÚV.



