spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞunnskipaðir Álftnesingar unnu Hrunamenn - Þurftu að sækja leikmenn úr varaliðinu sínu

Þunnskipaðir Álftnesingar unnu Hrunamenn – Þurftu að sækja leikmenn úr varaliðinu sínu

Lið Álftaness tók á móti Hrunamönnum í 7. umferð fyrstu deildar karla í Forsetahöllinni. Álftnesingar fóru með sigur af hólmi, 114-91. Það sem vakti mikla athygli var að Álftnesingar voru þunnskipaðir sökum COVID-19 veirunnar. Þeir þurftu því að sækja leikmenn úr hinu öfluga varaliði Álftnesinga og þar á meðal þáttastjórnanda Subway körfuboltakvölds Kjartan Atla Kjartansson. Hrunamenn voru líka án Karlo Lebo. 

Eftir leikinn sitja heimamenn í 4. sæti deildarinnar með fimm sigra og tvö töp. Hrunamenn eru í 8. sæti, með þrjá sigra og fimm töp.  

Gangur leiks 

Leikurinn var hnífjafn í byrjun. Bæði lið spiluðu lélega vörn og náðu í auðveldar körfur. Munurinn mestur 13-6 Álftnesingum í vil. Gestirnir bitu frá sér og enduðu leikhlutann vel. Staða í lok leikhlutans, 26-22. Hrunamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu leikhlutann mun betur. Heimamenn spiluðu dapurlegan varnarleik en einn af þeirra öflugustu leikmönnum Eysteinn Bjarni kom sér í villuvandræði. Staða í enda leikhlutans 58-49 fyrir heimamönnum er liðin héldu til búningsklefa. 
 
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn orkumiklir og búnir að þétta vörnina. Ásmundur Hrafn leikmaður Álftnesinga skilaði góðu framlagi á báðum enda vallarins. Gestirnir klóruðu í bakkann en Álftnesingar svöruðu öllum áhlaupum með hraði. Skemmtilegt var að Óðinn Freyr leikmaður Hrunamanna skoraði frá eigin vítateigi til þess að minnka muninn. Staða í lok leikhluta, 82-75. 
 
Heimamenn mættu grimmari til leiks og sóttu á gestina með ákefð. Hrunamenn virkuðu þreyttir og fundu ekki taktinn. Álftnesingar sigldu fram úr þeim með góðum sóknarleik og hitti Kjartan Atli tvær þriggja stiga körfur. Lokatölur 114-91. 

Atkvæðamestir 

Í liði Álftaness var það Ásmundur Hrafn Magnússon með 23 stig ásamt því að spila góðan varnarleik.  

Í liði Hrunamanna var það Eyþór Orri Árnason með 22 stig og 6 stoðsendingar. 

Hvað svo?  

Heimamenn mæta Haukum mánudaginn 15. nóvember klukkan 20:15 og vonandi með fullskipað lið í þetta skipti. Hrunamenn mæta Hamri í áhugaverðum leik föstudaginn 19. nóvember klukkan 19:15. 

Tölfræði leiks

Viðtal eftir leik

Kjartan Atli, leikmaður varaliðs Álftanes, eftir að 1. deildar lið Álftanes vann leikinn með hjálp hans

Umfjöllun og viðtöl / Gunnar Bjartur Huginsson

Fréttir
- Auglýsing -