spot_img
HomeFréttirÞungbúið hjá Ísfirðingum

Þungbúið hjá Ísfirðingum

{mosimage}

 

 (Baldur í leik með KFÍ gegn Breiðablik á síðustu leiktíð)

 

 

Baldur Ingi Jónasson, þjálfari 1. deildarliðs KFÍ á Ísafirði, segir leikmannamál félagsins vera í uppnámi um þessar mundir. Málefni þriggja Makedóna liggi á borði útlendingastofnunar og óvíst hvort þeim verði veitt atvinnuleyfi. Baldur segir þó að reynt verði til þrautar að halda úti liði á Ísafirði í vetur.

 

„Þetta eru tveir leikmenn frá Makedóníu og þjálfari frá sama landi. Það eru skriffinnskumál sem standa í veginum og er æfingahópurinn verulega þunnur um þessar mundir hjá okkur,“ sagði Baldur í samtali við Karfan.is.

 

Eins og flest lið á landsbyggðinni kannast við þá hafa Ísfirðingar fengið sinn skerf af brotthvarfi leikmanna. Hvort heldur sé til stærri liða í kringum og í höfuðborginni eða í skóla suður með sjó. „Þetta fylgir liðum úti á landi, vissulega er maður stoltur af þessum strákum sem fara annað og gera góða hluti en þetta er soldið súrsætt,“ sagði Baldur.

 

 Þó horfurnar séu ekki góðar þá segir Baldur að reynt verði til þrautar að halda úti liði á Ísafirði á komandi leiktíð en það velti mikið á því hvort Makedónarnir þrír fái atvinnuleyfi. „Það verður að viðurkennast að við erum í vondri stöðu en það verður allt gert til þess að halda úti liði,“ sagði Baldur að lokum.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -