spot_img
HomeFréttirÞróttur Vogum og Reynir Sandgerði í 1. deild

Þróttur Vogum og Reynir Sandgerði í 1. deild

13:00 

{mosimage}

(Ingvi Steinn Jóhannsson)

Suðurnesjaliðin Þróttur Vogum og Reynir Sandgerði munu í dag kl. 16:00 leika til úrslita í 2. deild karla. Leikurinn fer fram á Akranesi en bæði lið höfðu sigur í morgun í undanúrslitaleikjum. Þróttur Vogum lagði heimamenn í ÍA 80-67 í undanúrslitum en Reynir Sandgerði hafði betur gegn Hvíta Riddaranum í hinum undanúrslitaleiknum. Tölur úr þeim leik hafa þó ekki borist.

Bæði Þróttur og Reynir hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári en ekkert lið féll úr 1. deildinni að sinni og munu því 10 lið leika í 1. deild á næstu leiktíð. Hvíti Riddarinn og ÍA munu leika um þriðja sætið en bæði lið verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.  

Karfan.is náði tali af Ingva Steini Jóhannssyni, þjálfara Þróttar í Vogum, og þar kom fram að Þróttur Vogum ætlaði sér ekkert annað en sigur í úrslitaleiknum. ,,Þetta er búið að vera mikið álag en við ætlum okkur sigur, ekkert annað. Hjörtur Hrafn missteig sig í undanúrslitunum gegn ÍA og verður örugglega ekki með gegn Reyni í úrslitaleiknum í dag,” sagði Ingvi. 

Þeir Hjörtur Hrafn Einarsson og Rúnar Ingi Erlingsson komu á venslasamningi til Þróttar í Vogum frá Íslandsmeisturum Njarðvíkur en félögin gerðu með sér samning í desember á síðasta ári. Hjörtur hefur verið að leika fantavel fyrir Þrótt um helgina og því mikill missir fyrir piltana frá Vatnsleysuströnd að njóta ekki aðstoðar Hjartar í lokaleiknum.  

Fréttir
- Auglýsing -