spot_img
HomeFréttirÞröstur Leó til Tindastóls

Þröstur Leó til Tindastóls

Þröstur Leo Jóhannsson leikmaður Keflavikur hefur ákveðið að söðla um og mun leika með Tindastól á næsta tímabili. Þröstur er því annar leikmaður Keflvíkinga sem ákveður að yfirgefa félagið á skömmum tíma.
"Fyrir mér er þetta ekki skref niður á við heldur meira skref í aðra átt. Mér lýst vel á þjálfarann og það er metnaður í honum og hann seldi mér þetta aðalega. Svo býr bróðir minn á Króknum þannig að allar aðstæður fyrir mig persónulega ættu að vera fínar.  Svo þekki ég ágætlega þessa stráka þarna uppfrá þannig að þetta mun vonandi bara bæta minn leik og jafnvel breyta honum til hins betra." sagði Þröstur í samtali við Karfan.is.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -