spot_img
HomeFréttirÞröstur fylgir tískunni eða hvað..?

Þröstur fylgir tískunni eða hvað..?

 Þröstur Leó Jóhannsson verður líkast til seint sakaður um að vera tískutröll ef miðað verður við upphitunartreyju hans í gærkvöldi gegn Tindastól.  Þröstur “sportaði” gömlum röndóttum, bláum og grænum bol með brjóstvasa sem var ansi teygður og hafði augljóslega marga “kílómetra á bakinu”  Það var því eðlilegast að halda að þarna væri einhver happa treyja hjá Þresti.  En því var nú alls ekki nær.  Aðspurður út í þessa tískubylgju sem hann var að reyna að koma af stað og um bolinn var svarið einfalt. “Þegar útiliðin skilja eftir treyjurnar sínar þá fara þær á mínar herðar.”  
 
Sum sé ef einhver saknar þessarar upphitunartreyju sem er á myndinni þá lofaði Þröstur að geyma hana vel og myndi glaður skila henni hreinni og straujaðri til fyrrum eiganda.  En á meðan verður þetta upphitunartreyjan hjá kappanum.
Fréttir
- Auglýsing -