spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Þrjú ótrúlegustu úrslit allra tíma litu dagsins ljós á dögunum

Þrjú ótrúlegustu úrslit allra tíma litu dagsins ljós á dögunum

Á meðan að Ísland lék í undankeppni heimsmeistaramótsins í sóttvarnarbólu FIBA í Bratislava í Slóvakíu fóru fram leikir í undankeppni EuroBasket 2022. Keppni sem Ísland hafði áður dottið út úr, en liðið var með á síðustu tveimur lokamótum, 2015 í Berlín í Þýskalandi, sem og 2017 í Helsinki í Finnlandi.

Nokkur mjög svo áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í þessum leikjum, þar sem að Danmörk sigraði Litháen, Sviss vann Serbíu og Ísrael vann Spán, en eins og sjá má hér fyrir neðan á stöðu liðanna á heimslista FIBA er talinn þónokkur munur á getu þessara liða.

Staða á heimslista:

2. Spánn

5. Serbía

8. Litháen

41. Ísrael

59. Danmörk

62. Sviss

Veikir þetta stöðu sterkari liðanna í riðlum sínum og þar með möguleika þeirra til þess að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í Tékklandi, Georgíu, Þýskalandi og Ítalíu árið 2022. Fyrir utan Spán er ekkert sterkari liðanna þó í raunverulegum vandræðum eins og staðan er, en þeir þurfa úr þessu helst að vinna þá leiki sem þeir eiga eftir í riðil sínum til þess að komast á EuroBasket.

Ástæða þessara úrslita skrifast að sjálfsögðu á vanhæfni EuroLeague og NBA deildanna til þess að vinna með FIBA, en sterkari liðin geta ekki stillt upp sínum bestu liðum vegna þess að mikið af þeirra leikmönnum spila í þessum betri deildum heimsins. Þar fá þeir ekki leyfi til þess að taka þátt í landsliðsgluggum Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Staða sem snertir Ísland einnig á þann hátt að liðið getur ekki notað Martin Hermannsson, leikmann Valencia, sem leikur með liði sínu í EuroLeague.

Það helsta úr leik Danmörkur og Litháen:

Það helsta úr leik Serbíu og Sviss:

Það helsta úr leik Spánar og Sviss:

Fréttir
- Auglýsing -