13:09
{mosimage}
Nú um helgina fór fram hið árlega Gautaborgarfestival í Svíþjóð. Þrjú íslensk lið voru með þetta árið, 10. flokkur Ármanns/Þróttar, 9. flokkur Njarðvíkur og 8. flokkur Vals.
Riðlakeppnin fór fram á fimmtudag og föstudag og stóðu Valsarar sig vel og komust upp úr riðli sínum sem lið númer 2 og komust því í A úrslit og mættu þar KFUM Örebro Basket í 16 liða úrslitum. Svíarnir sigruðu 37-33 og þar með var þátttöku Valsmanna lokið þetta árið.
Njarðvíkingar unnu alla leiki sína í riðlinum og mættu Lerum Basket í 16 liða úrslitum A úrslita þar sem þeir sigruðu 26-15. Í 8 liða úrslitum mættu þeir svo Eos Lund 1 og sigruðu Svíarnir 28-25.
Ármann/Þróttur fór flatt, léku þrjá leiki í riðlinum og töpuðu öllum, sátu svo yfir í 16 liða B úrslitum og léku gegn KFUM Lidingö Basket í 8 liða B úrslitum þar sem þeir töpuðu 35-20.



