Nú er aðeins ein umferð eftir af Dominos deild karla og mikil spenna um röðun í úrslitakeppni. Við skulum renna aðeins yfir möguleikana. „Ef“ er hér lykilorðið
KR endar númer eitt og Tindastóll númer tvö.
Ef Njarðvík vinnur lokaleikinn verða þeir númer þrjú, ef þeir tapa og Haukar vinna þá verður Njarðvík númer fjögur en ef Njarðvík tapar og Haukar tapa þá er Njarðvík númer þrjú.
Eins og áður segir þá getur sigur tryggt Haukum þriðja sætið, tap þýðir fjórða eða neðar. Ef þeir tapa þá hefur Keflavík unnið og fari svo að Stjarnan og Grindavík vinni líka þá enda Haukar númer sex. Ef Haukar tapa, Keflavík vinnur og Stjarnan og Grindavík tapa þá eru Haukar númer fimm og Keflavík fjögur. Ef Haukar tapa, Keflavík vinnur, Stjarnan
vinnur og Grindavík tapar þá enda Haukar númer sex. Ef Haukar tapa, Keflavík vinnur, Grindavík vinnur og Stjarnan tapar þá enda Haukar einnig númer fimm.
Ef Keflavík vinnur þá eru þeir númer fjögur. Ef þeir tapa og Stjarnan og Grindavík tapa en Þór Þ. vinnur þá er Keflavík númer fimm. Eins er það ef Keflavík, Stjarnan og Grindavík tapa, þá endar Keflavík númer fimm. Ef Keflavík tapar og annað hvort Grindavík eða Stjarnan vinnur og hitt tapar þá er Keflavík númer sex, sama hvort Þór Þ. vinnur eða tapar. Ef Keflavík og Þór Þ. tapa og Grindavík og Stjarnan vinna þá er Keflavík númer sjö. Ef Keflavík tapar, Þór Þ, Grindavík og Stjarnan vinna þá er
Keflavík númer sjö.
Ef Stjarnan vinnur og Keflavík og Grindavík vinna þá er Stjarnan númer fimm.
Ef Stjarnan vinnur og Keflavík vinnur en Grindavík tapar þá er Stjarnan númer fimm.
Ef Stjarnan tapar, Keflavík vinnur, Grindavík vinnur og Þór Þ. vinnur þá er Stjarnan númer átta.
Ef Stjarnan og Grindavík tapa en Þór Þ. vinnur þá er Stjarnan númer sjö.
Ef Stjarnan vinnur og Keflavík og Grindavík tapa þá er Stjarnan númer fimm.
Ef Stjarnan og Grindavík vinna og Keflavík tapar þá er Stjarnan númer fimm. Ef Grindavík vinnur og Keflavík og Stjarnan tapa þá er Grindavík númer fimm. Ef Grindavík og Keflavík vinna og Stjarnan tapar þá er Grindavík númer sex. Ef Grindavík, Keflavík og Stjarnan vinna þá er Grindavík númer sjö. Ef Grindavík, Keflavík og Stjarnan tapa og Þór Þ. vinnur þá er Grindavík númer átta.
Ef Grindavík, Keflavík, Stjarnan og Þór Þ. tapa öll þá er Grindavík núemr sjö. Ef Grindavík og Keflavík tapa en Stjarnan og Þór Þ. vinna þá er Grindavík númer átta. Ef Grindavík og Stjarnan tapa en Grindavík og Þór Þ. vinna þá er Grindavík númer átta. Ef Þór Þ. tapar þá eru þeir númer átta. Ef þeir vinna og Keflavík, Stjarnan og Grindavík tapa þá eru þeir númer sex. Ef Þór Þ. og Keflavík vinna en Stjarnan og Grindavík tapa þá er Þór númer sex. Ef Þór Þ. og Grindavík vinna en Stjarnan og Keflavík tapa þá er Þór Þ. númer sjö. Ef
Þór Þ. og Stjarnan vinna en Keflavík og Grindavík tapa þá er Þór Þ. númer sjö. Ef Þór Þ., Keflavík og Stjarnan vinna en Grindavík tapar þá er Þór Þ. númer sjö. Ef Þór Þ., Keflavík og Grindavík vinna en Stjarnan tapar þá er Þór Þ. númer númer sjö.
Snæfell endar númer 9, ÍR 10, Fjölnir 11 og Skallagrímur 12.
KR getur bara endað númer 1.
Tindastóll getur bara endar númer 2.
Njarðvík getur endað númer 3 eða 4.
Haukar geta endað númer 3, 4, 5 eða 6.
Keflavík getur endað númer 4, 5, 6 eða 7.
Stjarnan getur endað númer 5, 6, 7 eða 8.
Grindavík getur endað númer 5, 6, 7 eða 8.
Þór Þ. getur endað númer 6, 7 eða 8.
Snæfell getur bara endað númer 9.
ÍR getur bara endað númer 10.
Fjölnir getur bara endað númer 11.
Skallagrímur getur bara endað númer 12.
Staðan í deildinni eftir 21 umferð
Mynd/ Það eru þónokkur „ef“ sem tengjast t.d. Grindavík hér að ofan.