spot_img
HomeFréttirÞristarnir duttu þegar mest á reyndi

Þristarnir duttu þegar mest á reyndi

Mikil spenna var í gær þegar toppliðin tvö í 1. deild kvenna mættust í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Aðeins þarf að vinna 2 leiki til að komast í úrvalsdeild og eru Njarðvíkurstúlkur einum sigri frá því núna eftir spennuleik í gærkvöldi.

 

Stjarnan opnaði leikinn af meiri krafti en Njarðvík og komust í 12–21 en hægt og rólega unnu Njarðvíkurstúlkur sig til baka og gerðu þetta að jöfnum og skemmtilegum leik. 

 

Rétt undir lok 3. leikhluta braut leikmaður Njarðvíkur á Bryndísi í þriggja stiga skoti og fékk hún 3 víti sem hún setti niður. Njarðvík klúðraði næstu sókn og rétt áður en flautað var til loka 3. leikhluta smellti Bryndís þriggja stiga skoti niður. Staðan 35-41 fyrir Stjörnunni og stemmingin þeirra megin fyrir upphaf 4.leikhluta. 

 

Njarðvík sagði stopp þar, vann leikhlutann 18-4. Þegar um ein og hálf mínúta voru eftir af leiknum, í stöðunni 45-45 settu Njarðvíkurstúlkur 2 þrista sem gerðu út um leikinn. Fram að því höfðu þær verið 1/30 í þristum. Stjarnan náði ekki að svara, misstu boltann og tíminn rann út.

 

Framan af var María Jónsdóttir allt í öllu hjá Njarðvík og átti stórleik, 19stig og fullt af fráköstum sem hélt þeim inn í leiknum. 

 

Næsti leikur er á laugardag kl 16:30 í Ásgarði og má búast við hörku leik þar! Stjörnustelpur ætla að hefna ófaranna sem áttu sér stað í Njarðvík og má búast við fjölda af fólki á þessum leik.

 

Mynd og texti: Karl West Karlsson

Fréttir
- Auglýsing -