spot_img
HomeFréttirÞrír sigrar og eitt tap á fyrsta keppnisdegi

Þrír sigrar og eitt tap á fyrsta keppnisdegi

Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð er lokið. Íslensku liðin léku gegn Eistum í dag, þrír sigrar höfðust en einn leikur tapaðist. Óhætt er að segja að viðureign Íslands og Eistlands í U18 ára karla hafi verið hjartastyrkjandi en tvíframlengja varð þennan slag þar sem Ísland hafði að lokum 103-102 sigur.
 
Úrslit dagsins á Norðurlandamótinu:
 
U16 ára kvenna Ísland 58-48 Eistland
U16 ára karla Ísland 86-67 Eistland
U18 ára kvenna Ísland 53-68 Eistland
U18 ára karla Ísland 103-102 Eistland
 
 
Myndasöfn frá öllum fjórum leikjum dagsins:
 
 
Á morgun er glíman gegn Norðmönnum og eru það stelpurnar í U18 ára liðinu sem ríða á vaðið kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma.
 
Leikir morgundagsins á íslenskum tíma – leikið gegn Noregi:
 
U16 stúlkna · kl. 12:30 (Vasalund) – ísl tími
U16 drengja · kl. 14:30 (Vasalund) – ísl tími
U18 kvenna · kl. 16:30 (Solna 2) – ísl tími
U18 karla · kl. 18:30 (Solna 2) – ísl tími
  
Mynd/ U16 ára landslið Íslands fagnar sigri sínum gegn Eistlandi í dag.
Fréttir
- Auglýsing -