Nú fyrir hátíðir kom Aga- og úrskurðarnefnd saman til þess að úrskurða í þremur agamálum.
Úrskurði nefndarinnar má lesa hér fyrir neðan, en þeir Frank Aron Booker hjá Val, Seth LeDay í Stjörnunni og Ísak Perdue voru allir dæmdir til þess að greiða 15 þúsund króna sekt.
Agamál 26/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Seth Christian Leday, leikmaður Stjörnunnar, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Stjarnan gegn Álftanes, sem fram fór þann 15 desember 2025
Agamál 27/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Frank Aron Booker, leikmaður Vals, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Vals gegn ÍR, sem fram fór þann 15 desember 2025.
Agamál 28/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ísak Perdue, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar gegn Grindavík, sem fram fór þann 18 desember 2025.



